Mikil undiralda reiði samninganefnda aðildarfélaga ASÍ í garð svikinna loforða ríkisstjórnarinnar einkennir ályktanir sem aðildarrfélögin hafa verið að senda frá sér undanfarna daga. Í gær sátu formenn aðildarfélaga inna ASÍ á þriggja klukkutíma hita fundi þar sem hart var deilt á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Niðurstaða fundarins varð þrátt fyrir allt að kjarasamningum yrði ekki sagt upp þrátt fyrir gríðarleg vonbrigði með svik ríkisstjórnar sem kennir sig við félagshyggju. Fulltrúar samninganefnda ASÍ hafa átti fundi með ráðherrum í gær og var stefnt að frekari viðræðum í dag. Ríkisstjórnin hefur til kl.16.00 í dag að koma með svör við kröfum launþega um efndir loforða. Sárust eru svikin varðandi lífeyrissjóðina og sú ótrúlega skammsýni stjórnvalda að skattleggja viðbótarlífeyrissparnað launþega.  Landssamböndin innan ASÍ hafa einnig verið að funda að undanförnu og sent frá sér yfirlýsingar eða ályktanir eitt af öðru. Hér fyrir neðan má nálgast ályktanir og yfirlýsingar frá þeim landssamböndum sem Verk Vest er aðili að.

Ályktun formannafundar SGS, Starfsgreinasambands Íslands.

Yfirlýsing frá LÍV, Landssambandi íslneskra verslunarmanna.

Samþykkt miðstjórnar Samiðnar, Sambands iðnfélaga.

Frekari umfjöllun má einnig nálgast á vef ASÍ.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.