Translate to

Fréttir

Heilsuátak fyrir atvinnulausa félagsmenn

Samningur við Ísafjarðarbæ undirritaður Samningur við Ísafjarðarbæ undirritaður
Samningur við Stúdíó Dan undirritaður Samningur við Stúdíó Dan undirritaður

 

 Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Félag járniðnaðarmann á Ísafirði hafa skrifað undir rammasamning við Ísafjarðarbæ og Stúdíó Dan á Ísafirði þannig að atvinnulausir félagsmenn geti sótt líkamsrækt og sund sér að kostnaðarlausu. Samningurinn gildir til 31.12.2009.  Verk Vest hefur sent erindi til allra sveitafélaga á félagssvæðinu þar sem óskað er eftir að gera samskonar rammasamninga. Ísafjarðarbær hefur fyrst sveitafélaga ákveðið að ríða á vaðið og samþykkt að taka þátt í þessu átaki. Vonir standa til að fleiri sveitafélög á Vestfjörðum sjá sér hag í að gera slíkt hið sama.

 

Í rammasamningi aðila kemur fram að í kjölfar bankakreppu og efnahagsþrenginga, sem hefur leitt af sér stóraukið atvinnuleysi, séu það ótvíræðir hagsmunir einstaklinga og samfélagsins að atvinnuleitendum sé gefin kostur á að rækta sál og líkama þegar þrengir að.  Félagsmenn Verk Vest í atvinnuleit geta því komið við á skrifstofu félagsins og fengið aðgangskort hvort heldur í sund eða líkamsrækt, kortið gildir í 1 mánuð í senn. 

Deila