Translate to

Fréttir

Hlutastörf karla og kvenna

Drífa Snædal er framkvæmdastjóri SGS Drífa Snædal er framkvæmdastjóri SGS

Færri konur vinna hlutastörf á Íslandi en í flestum öðrum Norðurlöndunum (að Finnlandi undanskildu) en enginn þó eins lítið og íslenskir karlar, þeir eru langflestir í fullum störfum. Það er ljóst að hlutastörf eru töluvert algengari á hinum Norðurlöndunum og miklu algengari alls staðar meðal kvenna en karla. Flestar konur segja ástæðu þess að þær vinna hlutastörf vera vegna fjölskylduaðstæðna og af því þær fá ekki fullt starf. Engir karlar á Íslandi virðast vinna hlutastörf vegna fjölskylduaðstæðna heldur frekar af því þeir fá ekki fullt starf eða eru í námi með störfum.


Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu frá Norrænu rannsóknarstofnuninni í kvenna- og kynjafræðum (NIKK) sem er á vegum Norðurlandaráðs. Skýrslan var kynnt á norrænni ráðstefnu í Stokkhólmi 22. október en framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Drífa Snædal fjallaði um niðurstöðurnar þar ásamt fulltrúum vinnumarkaðarins á hinum Norðurlöndunum. Nánar má fræðast um skýrsluna á heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands.

 

Deila