Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna í lífeyrissjóðum
Alþýðusamband Íslands stóð fyrir ráðstefnu um ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna í líferyissjóðum í Þjóðmenningarhúsinu þann 11. júní sl. Aðaláhersla ráðstefnunnar var á siðferði og ábyrgð í viðskiptum, en það var megin inngangurinn í erindum þeirra Salvarar Norðdal sem hefur förstöðu fyrir Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Stefáns E. Stefánssonar sem kemur frá Eþikos, fræðslu- og rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík. Þá fluttu einnig erindi Kristján Gunnarsson formaður SGS og Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnarsambandsins, en þeir fóru yfir þá vinnu sem hefur verið í gangi hjá miðstjórn og skipulags- og starfsháttarnefnd ASÍ er varða reglur um innri starfsemi lífeyrissjóðanna og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóðanna. Forseti ASÍ setti ráðstefnuna og fór yfir þær árásir sem lífeyrissjóðirnir hefðu orðið fyrir af hálfu fjölmiðla eftir bankahrunið. Þar hefuð sjóðirnir orðið fyrir mjög ómaklegum árásum, sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar í stjórnum sjóðanna. Nánar má lesa um ráðstefnuna á vef ASÍ.