Translate to

Fréttir

Hópferð Verk Vest til Kraká í Póllandi

Félagar og makar í kapellu saltnámunnar í Wielczka Félagar og makar í kapellu saltnámunnar í Wielczka

 

 

Orlofsnefnd Verk Vest skipulagið hópferð til Kraká í Póllandi dagana 17. - 23. október síðast liðinn. Undirbúningur ferðarinnar hófst snemma á þessu ári og þá voru fá merki þess að efnahagsástandið yrði með þeim hætti sem nú er reyndin. Þrátt fyrir þessar þrengingar tók 21 félagi  þátt í ferðinni sem þótti takast mjög vel í alla staði. Veðrið lék við fólk og margt var að sjá í fallegri Kraká borg, sem þjónaði sem höfuðborg landsins fram eftir öldum.  Borgina prýða margar fallegar byggingar, að ekki sé talað um kirkjur sem virðast vera á öðru hvoru götuhorni.

Hópurinn fór í ýmsar skoðunarferðir eins og til Auswitz og Birkenau, fáir koma  ósnortnir úr þeim heimsóknum. Þá voru hinar heimsfrægu saltnámur í Wieliezka heimsóttar, en þess má geta að námurnar eru á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.  Sem sönnum Íslendingum þá var lagið tekið í hátíðarkapellu námunnar sem er 150 metrum undir yfirborði jarðar.  Hópnum fannst tilvalið að syngja "Yfir kaldan eyðisand" þó ekki í ljósi ástandsins á Íslandi í dag.  Eftir vel heppnaðar ferðir orlofsnefndar bæði innanlands og utan, er þess beðið í ofvæni hvort nefndin efni til annarar ferðar næsta ár,  sérstaklega ef "Eyjólfur hressist"  sem við auðvita vonumst öll til.
Deila