Hvatningarbréf sem Verk Vest sendi til sveitastjórnarmanna á Vestfjörðum um miðjan mánuðinn er farið að skila árangri ef marka má viðbrögð frá stærstu sveitarfélögum á svæðinu. En Ísafjarðarbær og Bolungavíkurkaupstaður hafa boðað að gjaldskrár sveitarfélaganna muni ekki hækka á næsta ári. Munar þar mest um að gjaldskrár leikskóla og skólamáltíðir muni ekki hækka. Þá verða sorpgjöld í Ísafjarðarbæ ekki hækkuð eins og áður hafði verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun sveitafélagsins. Með þessu eru sveitafélögin svo sannarlega að leggja sitt lóð á vogarskálar þess að böndum verði komið á verðbólgu í landinu og hægt verði að tryggja kaupmátt ráðstofunartekna almennings. Þessu ber að fagna og vonast Verk Vest til að önnur sveitafélög á Vestfjörðum taki sambærilegar ákvarðanir og dragi til baka áætlaðar gjaldskrárhækkanir.   

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.