Translate to

Fréttir

Hvers virði er ferðaþjónustan? Málþing SGS og Matvís

Ein af ótal náttúruperlum Vestfjarða Ein af ótal náttúruperlum Vestfjarða
Starfsgreinasamband Íslands og Matvís, Matvæla og veitingafélag Íslands halda opið málþing á Hótel Ísafirði 24. september 2009 um framtíðarsýn í ferðaþjónustu. Málþingið, sem er haldið í samvinnu við Ferðamálsamtök Vestfjarða og  Markaðsstofu Vestfjarða mun leitast  við að svara spurningum um það hvers virði ferðaþjónustan er í atvinnusköpun á Íslandi og hvað þurfi til að fjölga störfum í greininni og gera þau verðmeiri. Frummælendur koma úr röðum atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnsýslunnar auk þess sem iðnaðarráðherra mun fytja ávarp. Eftir hverja framsögu verða fyrirspurnir og stuttar umræður. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður VerkVest stjórnar málþinginu.

Málþingið gæti orðið mikilvægt innlegg í þá umræðu sem hefur orðið um stöðu ferðaþjónustunnar í þeim efnahagsþrengingum sem herja á landann. Þá ætti einnig að vera lag hjá vestfirskum ferðaþjónum að taka virkan þátt í umræðum á málþinginu með það að leiðarljósi að efla uppbyggingu ferðaþjónustunnar í heimsbyggð.
Dagskrá málþingsins verður þannig:


Staður: Hótel Ísafjörður, fimmtudaginn 24.09.09

 

Dagskrá:

 

Kl. 9:30 Málþingið sett, Niels Sigurður Olgeirsson formaður Matvís 

 

Kl. 9:40  Hvers virði er ferðaþjónustan? Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri SAF 

 

Kl. 10:30  Ferðaþjónustan á Vestfjörðum, tækifæri og hindranir. Áslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri og stjórnarmaður í Ferðamálsamtökum Vestfjarða  fjallar um reynslu Vestfirðinga.

 

Staðreyndir og staða mála ásamt stefnumótunarferli Atvest, MV og FMSV. Jón Páll Hreinsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða. 

 

Kl. 11:45 Ferðaþjónustan og störfin. Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri SGS mun fjalla um fjölbreytni starfa og ný tækifæri í félagslegri ferðaþjónustu.

 

Kl. 12:30 Léttur hádegisverður

 

Kl. 13:30  Menntun í ferðaþjónustu frá sjónarmiði aðila vinnumarkaðarins. Guðmunda Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fjallar um menntun í ferðaþjónustu og tengsl óformlega skólakerfisins við hið formlega. 

 

Kl. 14:00 Arðsemi, úthald, afköst. Guðrún Helgadóttir, prófessor og deildarstjóri ferðamáladeildar við Háskólann á  Hólum, talar um mikilvægi þess að styrkja grunngerð og innviði ferðaþjónustunnar.  

 

Kl. 14:40 Hver er framtíðarsýnin og hvernig náum við henni? Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri fjallar um spurninguna.

 

Kl. 15:30 Umræður

 

Kl. 16.00 Ávarp iðnaðaráðherra og ráðherra ferðamála, Katrín Júlíusdóttir.

 

Málþingsslit, Kristjáni Gunnarsson formaður SGS

 

Kaffi.

 

Kl. 16.30 Óvissuferð með kvöldverði.

 

Ekkert þátttökugjald er á málþinginu, en málþingsgestir sem taka þátt í óvissuferð með kvöldverði og gista á Hótel Ísafirði greiða kr. 15.000. Þá er hádeigisverður og gisting einnig innifalinn. Sjá einnig vef SGS.

Deila