Translate to

Fréttir

Hvert skal stefna? Námskeið Verk-Vest í Reykjanesi

Séð yfir sundlaugina í Reykjanesi. Ljósm. mbl.is. Séð yfir sundlaugina í Reykjanesi. Ljósm. mbl.is.

Dagana 16. -17. október verður haldið í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp námskeið um starf og stefnu Verk-Vest í nútíð og framtíð.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Júlíus Valdimarsson og Guðmundur R. Árnason. Þeir nefna námsefnið Viðhorf og lausnir. Þar á að gera innri endurskoðun á félagsstarfinu og leita svara við því hvar við stöndum sem félag og hvert við viljum stefna í framtíðinni.

Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum Verk-Vest og er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja fræðast um störf og stefnu félagsins og koma á framfæri sínum hugmyndum. Félagið greiðir allan námskeiðskostnað, ferðir og uppihald.

Þeir sem vilja eyða skemmtilegum sólarhring í góðum félagsskap í Reykjanesi eru beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu félagsins fyrir 12. október n.k. Síminn er 456 3190.
Sjá auglýsingu.

Deila