Translate to

Fréttir

Í heiminum farast 25 þúsund sjómenn árlega

Sjómennska er hættulegasta starf í heimi samkvæmt tölum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni ILO. Talið er að um 25 þúsund sjómenn farist árlega við fiskveiðar og tengd störf. Langflest eru dauðsföllin í þróunarlöndunum enda er öryggismálum þar víða mjög ábótavant. Þetta kemur fram í Fiskifréttum þann 3. mars, en vefur ASÍ fjallaði um þessi málefni nú nýverið. Með markvissum hætti í formi fræðslu og bættari aðbúnaðar í íslenskum fiskiskipum hefur dregið veruleg úr slysum og dauðsföllum í sjómannsstétt á Íslandi.  Á þingum Sjómannasambands Íslands hefur þeirri hvatningu ítrekað verið beint til skipstjórnarmanna, sjómanna og útgerða að sjá til þess að björgunaræfingar séu haldnar reglulega um borð í skipum eins og lög og reglur mæla fyrir um. Í þeirri fræðslu gegnir Slysavarnarskóli sjómanna lykil hlutverki og ber stjórnvöldum skylda að styðja við starfsemina þannig að rekstrargrunnvöllur skólans sé tryggður.

Deila