þriðjudagurinn 18. desember 2012

Jólablað Verk Vest komið í dreifingu

Jólaútgáfa af félagsblaði Verk Vest er komið í dreifingu og ætti að breast inn á öll heimili, fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum fyrir jól. Blaðið er að vanda stútfullt af fróðlegu efni úr félagsstarfinu ásamt viðtölum inn á vinnustöðum. Má þar nefna viðtal við starfsfólk rækjuverksmiðju Hólmadrangs á Hólmavík og viðtal við Hjörleif Guðmundsson sem var formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Patreksfjarðar um áratuga skeið. Hægt að nálgast netútgáfu blaðsins hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.