Translate to

Fréttir

Jólafundur sjómannadeildar

Aðalfundur Sjómannadeildar Verk Vest verður haldinn í Alþýðuhúsinu á efstu hæð II Jóladag kl.14:00, en einnig verður boðið upp á fjarfund fyrir þá félagsmenn sem það kjósa.

Dagskrá fundarins

 • Kosning deildarstjórnar
 • Kjaramál sjómanna
  • Síðustu kjarasamningum gerð skil
  • Afdrif bókana síðustu kjarasamninga
  • Félagsdómsmál um kauptryggingu
  • Félagsdómsmál um hálfa prósentið
  • Félagsdómsmál um aðstoðarmann matsveins
  • Staðan í samningaviðræðum við SFS
 • Nýafstaðin sjópróf og áhrif þeirra á starfsumhverfi sjómanna
 • Önnur mál

Félagsmenn sem vilja vera í fjarfundi vinsamlega skráið ykkur á postur@verkvest.is

Koma þarf fram í skráningunni nafn, kennitala og netfang.

Deila