Translate to

Fréttir

Jólagjöfin í ár – enn frekari hækkun á verðbólgu !

Heimild: Hagstofa Íslands Heimild: Hagstofa Íslands

Nýjustu mælingar á verðbólgu sýna að sá raunveruleiki sem blasir við okkur er með nöturlegri jólakveðjum sem heimili landsmanna fá yfir sig þessa dagana.  Þrátt fyrir að ráðamenn þjóðarinna hafi hvatt til þess að hækkanir á neysluvöru yrðu takmarkaðar af fremsta megni, þá hafa þeir nú boða ýmsar hækkanir sem eiga eftir að reynast mörgu heimilinu erfiðar. Hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið, jú við skulum líka hækka, það hlýtur að vera í lagi !  Við skulum rétt vona að verslun og þjónusta fari ekki í sama farveg og ríkisstjórnin og æði af stað með hækkanir með skeliflegum afleiðingum fyrir samfélagið allt.

 

Eins og mælingarnar sýna þá hefur hækkun á heimilstækjum, húsgögnum og öðrum húsbúnaði sem hafa hækkað um 7,2% frá því í nóvember sl. mest áhrif á hækkun vísitölu neysluverðs.  Á einu ári hefur efni til viðhalds húsnæðis hækkað um tæp 45%, verð á mat- og drykkjarvörum hefur hækkað um tæp 30% frá sama tíma og fyrir ári.  Ljóst má því vera að veikt gengi krónunnar er ennþá að skila sér út í verðlagið og hefur það mikil áhrif til hækkunar verðbólgu.  Nýlega boðuð hækkun á olíu- og áfengisgjaldi  hafa einnig mikil áhrif  til hækkunar á vísitölu neysluverðs.

 

Tekið af vef ASÍ

"Áramótin eru jafnan tími endurskoðunnar á gjaldskám fyrirtækja og stofnanna. Brýnt er að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki kappkosti við að hækka ekki gjaldskrár sínar við þessar aðstæður þannig að koma megi böndum á verðbólguna hið allra fyrsta."

Deila