Translate to

Fréttir

KNH á Ísafirði úrskurðað gjaldþrota

Vélar frá KNH að störfum við gerð Suðurstrandavegar. Mynd: vb.is Vélar frá KNH að störfum við gerð Suðurstrandavegar. Mynd: vb.is
Fyrr í morgun var kveðinn upp úrskurður hjá Héraðsdómi Vestfjarða þess efnis að verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði væri gjaldþrota. Fyrirtækið hafði áður verið í greiðlustöðvun frá því í apríl 2011 og í framhaldi leitað nauðasamninga, en heimild til nauðasamninga var felld úr gildi í síðustu viku. Grímur Sigurðsson hrl hjá Landslögum hefur verið skipaður skiptastjóri. Með gjaldþrotinu missa 17 félagsmenn í Verk Vest  vinnuna, en þeim hafði áður verið sagt upp störfum í hópuppsögn hjá KNH ó lok október á síðasta ári. Verk Vest átti óformlegan fund með nokkrum fyrrverandi starfsmönnum í morgun þar sem farið var yfir réttarstöðu þeirra í gjaldþrotaferlinu. Fyrirhugað er að halda sameiginlegan fund Verk Vest og Vinnumálastofnunar þar sem farið verður betur yfir það ferli sem nú tekur við. Ljóst er að Verk Vest mun reyna að hlaupa undir bagga með félagmönnum  sem ekki hafa fengið greidd laun síðan 1. desember síðast liðinn. Félagið hefur að sjálfsögðu boðist til að sjá um launakröfur fyrir hönd sinna félagsmanna.

Sjá einnig umfjöllun á BB.IS
Deila