Translate to

Fréttir

Kæri félagi – valdið er þitt !

Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum eru runnir út og komið að því að semja aftur.

Félagsmenn um allt land mótuðu kjarakröfurnar sem SA hefur sýnt lítilsvirðingu í orði og riti.

Þau viðbrögð kalla á að kröfunum verði fylgt fast eftir, með verkföllum ef því er að skipta.

Við höfum setið við samningaborð í rúman mánuð án nokkurs árangurs.

Samtök atvinnulífsins (SA) hafna kröfum Starfsgreinasambandsins (SGS) og vilja ekki einu sinni ræða þær efnislega.

Sú afstaða knúði okkur til þess að slíta viðræðum og búa hreyfinguna síðan undir að láta samtakamátt hennar tala.

Við vitum hvað við þurfum að sækja – 300.000 innan 3ja ára

Við vitum hvert við viljum fara  - Sameiginleg markmið að okkar fólk geti mögulega lifað af dagvinnulaunum

Við viljum ná þessu markmiði í samstarfi við atvinnurekendur þannig að allir standi betur á eftir

Við vitum hvernig við getum náð markmiðinu – Með samstöðuna að vopni eru okkur allir vegir færir

Kæri félagi taktu afstöðu með því að kjósa um verkfallsboðun. Launafólk í landinu þarf á þínum kröftum að halda.

 

Deila