Translate to

Fréttir

Kæru félagsmenn A.T.H

Viljum vekja athygli á að í síðasta kjarasamningi var breyting á orlofsprósendu á almenna markaði og kom auka dagur inn.

Þetta virðist hafa farið framhjá sumum fyrirtækjum.

Úr kjarasamningi. Grein 4.1.1

Gildir frá og með 1.maí 2024(orlof sem kemur til töku á orlofsárinu sem hefst 1.maí 2025).

Starfsmaður sem náð hefur 22 ára aldri og starfað hefur í 6 mánuði í sama fyrirtæki skal eiga rétt á orlofi í 25 daga og orlofslaunum sem nema 10,64%

Því viljum við biðja félagsmenn að skoða launaseðla sína og kanna hvort orlofsprósentan hafi ekki örugglega hækkað frá 1.maí 2024.

Ef ekki þá, þurfið þið að láta vita hjá ykkar fyrirtæki og óska eftir leiðréttingu. 

Ef þið hafið frekari spurningar endilega hafið samband postur@verkvest.is 456-5190

Deila