mánudagurinn 10. febrúar 2014

Karlar í umönnunar- og kennslustörfum

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins fundar um karla í umönnunar- og kennslustörfum fimmtudaginn 13. febrúar. Eitt verkefna aðgerðahópsins er að stuðla að aðgerðum sem draga úr kynjaskiptingu starfa á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna benda til þess að engin ein aðgerð sé líklegri til að minnka launamun karla og kvenna en uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar. Markmið fundarins er að efna til umræðu um mögulegar leiðir til að fjölga körlum í umönnunarog kennslustörfum á íslenskum vinnumarkaði. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 12:00 og lýkur kl. 13:30. Þeir sem hyggjast taka þátt eru beðnir að skrá sig hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.