fimmtudagurinn 18. apríl 2013

Kassakvittun.is

Reynir Ásgeirsson sem fjallað var um hér á síðunni í tengslum við verðkannanir, ásamt áhugasömum neytendum sem vilja vera á verði í neytendamálum hafa stofnað heimasíðu þar sem reglulega verða birtar verðkannanir helstu "lágvöruverslana". Einnig hefur verið stofnum fésbókarsíða þar sem neytendur hafa tækifæri til að koma á framfæri ábendingum. Það er mjög áríðandi að neytendur séu vel á verði og sýni þeim aðilum sem reyna að blekkja neytendur að þeir verði sniðgengnir. Um er að ræða könnun sem nær til um 200 vörumerkja hjá "lágvöruverslunum" á höfuðborgarsvæðinu.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.