Translate to

Fréttir

Kaupgjaldsskrár uppfærðar

Í ljósi þess að samninganefndir ASÍ og SA hafa samþykkt samkomulagið frá 25. júní síðast liðnum þá hafa allflest landssambönd innan ASÍ nú uppfært sína launataxta. Verið er að vinna í að uppfæra launataxta á heimasíðu félagsins, þangað til þeirri vinnu er lokið bendum við félagsmönnum okkar á að nota eftirfarandi tengla þangað til þeirri vinnu verður lokið. Einnig er hægt að koma við á skrifstofu félagsins og fá útprentun á töxtunum, eða hafa samband og fá þá senda heim.

Á heimasíðu Starfsgreinasambandsins ( SGS ) þá hefur launatafla almenna samningsins ( gula bókin ) launatafla Beitningarsamnings, launatafla Bændasamnings, launatafla Flugleiðahótela og  launatafla Veitingasamnings nú verið uppfærðar.  Þá eru einnig birtar með fyrivara um samþykki launatöflur og samkomulag starfsmanna ríkisstofnana og starfsmanna sveitarfélaga sem og röðun starfsheita í launaflokka samkvæmt starfsmati hjá sveitarfélögum.

Taxtar verslunar og skrifstofufólks hafa einnig verið uppfærðir. Hér má sjá launataxta LÍV og SA og launataxta LÍV og FÍS ( félag ísl. stórkaupm.)

Á heimasíðu Samiðnar undir liðnum kjarasamningar má finna uppfærða taxta iðnaðarmanna, iðnnema og starfsþjálfunarnema. Þar má einnig finna upplýsingar um samning Samiðnar við ríkið.  

 
Deila