Kaupmáttarrýrnun eykst
Það kemur fram á vef ASÍ að kaupmáttur launa í júní hafi verið 3,7% minni en á sama tíma á síðasta ári. Það sem er þó mest sláandi í þessu að á ársgrundvelli verður kaupmáttar rýrnunin mest á tímabilinu febrúar - maí á þessu ári, á sama tíma og launahækkanir nýgerðra kjarasamninga koma einnig inn í mælinguna. Ekki er að sjá að jákvæður viðsnúningur verið í þessum efnum þar sem áhrif launahækkana flestra kjarasamninga eru nú þegar komnar fram.
Þetta eru ekki síður sláandi upplýsingar í ljósi þess að um 22% aukning hefur orðið á veltu hjá dagvöruverslunum miðað við sama tíma í fyrra. Sú aukning sýnir svo ekki verður um villst að miklar hækkanir á dagvöru er einn þátturinn sem viðheldur núverandi verðbólguþrýstingi og er einn af stóru orsakavöldum þeirrar kaupmáttar rýrnunar sem nú bitnar á launþegum. Vísitalan hækkaði mikið frá fyrra mánuði þrátt fyrir að sumarútsölur verslana kæmu inn í mælinguna og mældist verðbólga 13,6% á tólf mánað tímabili frá júlí 2007 til júlí 2008.
Gjarnan hefur verið rætt um víðtæka samstöðu um aðgerðir til að laga efnahagsvandann, að allir verði að taka þátt. Þarna er þá einn möguleikinn, að ná fram lækkun á dagvöru. Þetta er greinilega einn þátturinn sem gæti stuðlað að auðvelari framfærslu heimilanna.