Translate to

Fréttir

Kaupmáttur rúmlega 4% minni en fyrir ári

Á tólf mánaða tímabili til loka september hefur kaupmáttur launa minnkað um 4,4%.

Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst mikil verðbólga. Þrátt fyrir að laun hafi hækkað umtalsvert hafa þau engan veginn náð að fylgja verðbólgunni eftir. Þannig mældist 12-mánaða verðbólga í september 14% en 12-mánaða launabreytingar aðeins 9%. Þar sem verðbólga gæti enn átt eftir að aukast er hætt við að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstunni.

Þetta er áhyggjuefni þar sem heimilin í landinu hafa safnað upp miklum skuldum. Mörg þeirra eiga á hættu að lenda í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum þegar kaupmáttur dregst saman.

 

Tekið af vef ASÍ.

Deila