Kauptrygging og kaupliðir sjómanna hækka frá 1. júní
Samninganefnd Verk Vest hefur samþykkt að ganga frá samningi við LÍÚ um hækkun kauptryggingar og kaupliða um 4,25% frá og með 1. júní 2011. Þannig verður 1. júní 2011 kauptrygging háseta kr. 222.734, kauptrygging matsveins, fyrsta og annars vélstjóra og vélavarðar, bátsmanns og netamanns kr. 278.419 og yfirvélstjóra kr. 334.101. Þetta var samþykkt í ljósi þeirra óvissu sem hefur verið í sjávarútvegsmálum og til að tryggja að sjómenn, líkt og aðrir, fengju þessar hækkanir frá og með 1. júní þrátt fyrir að ósamið væri um önnur og erfiðari mál í kjaraviðræðum sjómanna við LÍÚ.