Translate to

Fréttir

Kjaramálaráðstefna Verk Vest 2. október - tökum þátt í að móta kröfugerðina

Verkafólk á ekki að bera byrgðarnar eitt ! Verkafólk á ekki að bera byrgðarnar eitt !
Verkalýðsfélag Vestfirðinga í samstarfi við Starfsgreinasamband Íslands og ASÍ standa fyrir opinn kjaramálaráðstefnu fyrir félagsmenn í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga laugardaginn 2. október næst komandi. Ráðstefnan verður haldin á 4 hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl.11:00. Ráðgert er að henni ljúki kl.15:00 með atkvæðagreiðslu um þau atriði sem okkar fólk vill leggja hvað mesta áherslu á. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í að móta kröfugerð félagsins og með þeim hætti að leggja sitt lóð á vogaskálarnar í komandi kjarasamningsgerð.

Dagskrá kjaramálaráðstefnunnar má sjá hér.

Þá er einnig hér á síðunni kjaramálakönnun sem félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í og senda til félagsins eigi síðar en 29.september næst komandi. Könnunina má finna undir TILKYNNINGAR hér til hægri á síðunni.

Nauðsynlegt er vegna skipulagningar ráðstefnunnar að þeir sem hafa hug á að taka þátt tilkynni þátttöku eigi síðar en 30. september annað hvort í síma 4565190 eða á postur@verkvest.is   
Deila