Translate to

Fréttir

Kjararsamningar lausir

Stjórn og trúnaðarráð eru samninganefnd Verk Vest Stjórn og trúnaðarráð eru samninganefnd Verk Vest

Kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ og SA eru lausir frá og með deginum í dag en eru þó í fullu gildi þangað til nýjir kjarasamningur hafa verið samþykktir. Kjarasamningar sjómanna renna svo út um áramótin. Landssambönd og félög innan ASÍ hafa frá því í haust verið að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga, formlegar viðræur aðila eru þó ekki hafnar en undirbúningur er á loka sprettinum.  Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands var ákveðið kröfugerð yrði kynnt Samtökum atvinnulífsins þann 6. desember. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kom saman til fundar þann 28.nóvember þar sem nánast var gengið frá kröfugerð sambandsins. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og formaður samninganefndar Starfsgreinasambandsins, segir að aðeins eigi eftir að fínpússa nokkra hluti áður en kröfugerðin verði kynnt á mánudaginn 6.desember.

Deila