Translate to

Fréttir

Kjarasamningar SGS samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta

Þrátt fyrir frekar dræma þátttöku í kosningu um kjarasamninga SGS sem Verk Vest er aðili að þá eru niðurstöðurnar afgerandi. Talning atkvæða vegna allsherjar atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Verk Vest við Samtök atvinnulífsins sem gilda frá 1. maí 2015 – 31. desember 2018 er nú lokið. Atkvæðagreiðsla var rafræn og stóð frá kl. 08.00 þann 12. júní 2015 – kl.12:00 þann 22 júní 2015.

Á kjörskrá voru 657, atkvæði greiddu 184 eða 28,01%.

Já sögðu  161 eða      87,5%

Nei sögðu 19  eða      10,33%

Auðir seðlar voru 4 eða 2,17%

Samningarnir teljast því samþykktir og gilda ákvæði og launabreytingar því frá 1. maí 2015. Þegar nýjir samningar taka gildi er alltaf hætta á að einhverjar upplýsingar vanti þegar kemur að útborgun laun. Félagsmenn eru því beðnir að fylgjast vel með hvort launaleiðréttingar vegna endurnýjaðra kjarasamninga komi fram á launaseðlum strax við næstu útborgun.Ef upp koma vafaatriði sem varða leiðréttingar er best að hafa samband við skrifstofur félagsins á Ísafirði eða Patreksfirði og fá aðstoð við úrlausn vandans.

 

Deila