Translate to

Fréttir

Kjarasamningar halda gildi sínu út 31. janúr 2014

Launþegar eiga ekki að bera hitann og þungann einir og óstuddir ! Launþegar eiga ekki að bera hitann og þungann einir og óstuddir !
Eins og kveðið var á um í aðfararsamningi kjarasamninga þá átti ríkisvaldið að vera búið að uppfylla ákveðin skilyrði fyrir 22. júni sem voru lögð til grundvallar þegar skrifað var undir kjarasamninga þann 5. maí síðastliðinn. Það var mat fulltrúa beggja aðila eftir stíf fundarhöld að staðfesta fyrir sitt leiti gildistöku þeirra kjarasamninga. Þessu til staðfestingar skrifuðu aðilar vinnumarkaðarins ( SA ) og ASÍ undir yfirlýsingar þess efnis að gildistaka kjarasamninga af hálfu ASÍ og SA og hlutaðeigandi aðildarsamtaka myndi gilda til loka 31. janúar 2014 með umsömdum endurskoðunarákvæðum. Ekki kemur því til endurskoðunar ákvæða kjarasamnings fyrr en í árslok 2011. Fram að þeim tíma er nausynlegt að launþegasamtök ásamt aðilum vinnumarkaðarins veiti stjórnvöldum stíft aðhald þannig að meginmarkmið samninganna um aukinn kaupmátt og öflugra atvinnulíf nái fram að ganga. 
Deila