Kjarasamningar samþykktir með miklum meirihluta
Í dag voru talin atkvæði í póstatkvæðagreiðslu Verk-Vest um nýgerða kjarasamninga SGS, LÍV og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Samningur SGS og SA.
Á kjörskrá voru 506. Atkvæði greiddu 225, eða 44,46%. Já sögðu 214, eða 95,2% þeirra sem greiddu atkvæði. Nei sögðu 10, 4,4%. Einn seðill var auður.
Samningur LÍV og SA. 118 verslunarmenn voru á kjörskrá. Atkvæði greiddu 55, eða 46,61%. Já sögðu 52, eða 94,5% þeirra sem greiddu atkvæði. Nei sögðu 3, eða 5,5%.
Samningur Samiðnar og SA. 19 iðnaðarmenn voru á kjörskrá. 7 tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, eða 36,84%. Já sögðu 6, eða 85,7% þeirra sem greiddu atkvæði. Einn sagði nei og hlutfallslegt vægi hans var 14,3%.
Allir þessir samningar hafa því verið samþykktir hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Þátttaka hjá okkur telst góð miðað við önnur félög. Þess ber þó að geta að hér var viðhöfð póstatkvæðagreiðsla, en það skilar allajafna betri þátttöku en kosningar á fundum. Eftir því sem næst verður komist voru samningarnir samþykktir hjá öllum félögum í viðkomandi landssamböndum. Launatöflur vegna þeirra verða væntanlega gefnar út á næstunni.