Translate to

Fréttir

Kjarasamningar sjómanna undirritaðir

Fulltrúar sjómanna og viðsemjanda ásamt sáttasemjara Fulltrúar sjómanna og viðsemjanda ásamt sáttasemjara
Vinnulotu við kjarasamningsgerð sjómanna lauk á fimmta tímanum í dag með undirritun kjarasamninga Alþýðusambands Vestfjarða, Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasabands Íslands og VM félags vélstjóra og málmtæknimanna við Landssamband íslenskra útvegsmanna. Samningarnir gilda frá 1.janúar 2009 - 1. janúar 2011 að því gefnu að sjómenn samþykki samninginn.

Stefnt er að því að kynning á samningnum fari fram á Ísafirði þann 29. desember. Ætlunin er að notast við fjarfundarbúnað með útstöðvar á Hólmavík og Pareksfirði, þannig verði félagsmönnum á ströndum og sunnanverðurm Vestfjörðum auðvelduð þátttaka á kynningunni. Að lokinni kynningu verður efnt til kosninga um samninginn, en kjörfundur verður einnig þann 30. desember á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði. Tímasetning funda verður nánar auglýst síðar einnig opnunartími kjörfundar þann 30. desember nk. Sjómenn eru hvattir til að kynna sér efni samningsins sem er í raun framlenging á eldri kjarasamningi með áorðnum breytingum.

Deila