Kjarasamningar smábátasjómanna
Fyrr í haust var hafinn undirbúningur að viðræðum við landshlutafélög LS á Vestfjörðum, Eldingu við Djúp, Krók á sunnanverðum Vestfjörðum og Strandamenn. Var ætlunin að Verk Vest ásamt Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur (VSB) ásamt Vestfjarðarfélögunum í LS settust að samningaborðinu og voru lögð fram drög að kjarasamningi. Því miður náðist ekki samstaða meðal LS manna á Vestfjörðum að fara þessa leið, þess vegna veittu Verk Vest og VSB Sjómannasambandinu umboð til að fara í kjaraviðræður við LS fyrir þeirra hönd. Þess má geta að Verk Vest og VSB tölu ríka hagsmuni liggja að því að semja heima, en því var hafnað.