Translate to

Fréttir

Kjarasamningar smábátasjómanna

Eins og fram kom í fréttum ruv.is og bb.is þá eru viðræður Sjómannasambands Íslands (SSÍ) við Landssamband smábátaeigenda (LS) um kaup og kjör sjómanna á smábátum hafnar. Fram kemur að mikið beri á milli deiluaðila, enda ekki að undra þar sem ekki er til heildstæður gildandi kjarasamningur um kjör smábátasjómanna á landsvísu. Í dag eru laun og réttindi margra smábátasjómanna fyrir borð borin og oft verið að gjaldfella réttindi þegar kemur að veikindum og slysum þessara sjómann.  Þetta hefur verið að skapa mikla óánægju hjá smábátasjómönnum enda á slíkt ekki að líðast að þessi réttindi séu gjaldfelld.

Fyrr í haust var hafinn undirbúningur að viðræðum við landshlutafélög LS á Vestfjörðum, Eldingu við Djúp, Krók á sunnanverðum Vestfjörðum og Strandamenn. Var ætlunin að Verk Vest ásamt Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur (VSB) ásamt Vestfjarðarfélögunum í LS settust að samningaborðinu og voru lögð fram drög að kjarasamningi. Því miður náðist ekki samstaða meðal LS manna á Vestfjörðum að fara þessa leið, þess vegna veittu Verk Vest og VSB Sjómannasambandinu umboð til að fara í kjaraviðræður við LS fyrir þeirra hönd. Þess má geta að Verk Vest og VSB tölu ríka hagsmuni liggja að því að semja heima, en því var hafnað.
Deila