Translate to

Fréttir

Kjarasamningur SGS og Verk Vest vegna Þörungaverksmiðjunnar samþykktir

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði sem Verk Vest er aðili að liggja nú fyrir. Nýr kjarasamningur var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn hjá SGS félögum 16,56%, já sögðu 85,71% en nei sögðu 11% en 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711 manns.

Kjörsókn hjá Verk Vest var mun betri en vegna Lífskjarasamningsins og greiddu 20,07% atkvæði og sögðu 91,06% JÁ en 7,66% sögðu NEI. Einungis 1,28% tóku því ekki afstöðu til samningsins. 

Kjörsókn hjá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum var 53,84% og var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

Deila