Kjarasamningur beitningafólks endurnýjaður - leiðrétt frétt
Á dögunun lauk vinnu við endurnýjun kjarasamnings beitningafólks og hefur hann verið afgreiddur af aðilum samningsins þ.e. Landssambandi smábátaeigenda (LS) og Starfsgreinasambandi Íslands (SGS). Verk Vest er aðili að samningnum og gilda því þær breytingar sem samið var um fyrir beitningarfólk á öllu félagssvæðinu. Beitningafólki var tryggð eingreiðsla sem nemur kr.50.000 sem átti að koma til greiðslu þann 1. júlí samkvæmt samningnum, einngi koma inn sérstakar álags greiðslur ofan á orlofsuppbót, eða kr. 10.000 og kr. 15.000 (ekki 25.000 eins og missagt var í fyrstu) ofan á desember uppbót. Kauptrygging beitningafólks hækkaði einnig og verður frá 1. júní kr. 204.345, frá 1. febrúar 2012 kr. 215.345 og frá 1. febrúar 2013 kr. 226.245. Eftir þessar breytingar fást kr. 2.924 með orlofi fyrir hvern 500 króka bala sem beittur er. Samningurinn gildir frá 1. júní 2011 til 31. janúar 2014. Nánar er sagt frá samningnum á www.sgs.is.