Translate to

Fréttir

Kjarasamningur sjómanna samþykktur

Kosningu um framlengingu á kjarasamningi sjómanna í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga lauk kl.17:00 þann 30. desember sl. Kynningarfundir um samkomulagið fóru fram dagana 22.desember í skrifstofu félagsins á Ísafirði og 29. desember í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og var fundurinn sendur út um fjarfundarbúnað til Patreksfjarðar.  Á kjörskrá voru 120 sjómenn í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og greiddu 33 atkvæði á kjörfundum eða 27,5% og teljast úrslitin því bindandi.

Já sögðu 21 eða 63.6%

Nei sögðu 12 eða 36,4%

Samningur um framlengingu kjarasamnings með áorðnum breytingum telst því samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða og tekur því gildi á félagssvæði Verkalýðsfélags Vestfirðinga frá og með 1. janúar 2009.

Deila