Translate to

Fréttir

Kjarasamningur sjómanna samþykktur

Sameiginlegri talningu atkvæða um kjarasamninga milli Sjómannasambands Íslands, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Sjómannafélags Íslands fór fram hjá ríkissáttasemjara fyrr í kvöld. Engar kærur eða athugasemdir höfðu borist til kjörstjórnar vegna framkvæmdar kosningarinnar.

Á kjörskrá voru alls 2.214 sjómenn og greiddu 1.189 atkvæði eða 53,7% þeirra sem voru á kjörskrá. 

Niðurstaða sameiginlegrar talningar úr atkvæðagreiðslunni er eftirfarandi:

Já sögðu 623 eða 52,4% þeirra sem greiddu atkvæði.

Nei sögðu 558 eða 46,9þeirr sem greiddu atkvæði.

Auðir seðlar og ógildir voru 8 eð 0,7% greiddra atkvæða.

Samningurinn telst því samþykktur og verkfalli aflýst. Hefur viðsemjanda verði tilkynnt um niðurstöðuna.

Deila