Kjarasamningur við ríkið samþykktur
Föstudaginn 6. mars síðastliðinn skrifaði samninganefnd Starfsgreinasambandsins undir kjarasamning við ríkið, en nú liggja fyrir niðurstöður úr atkvæðagreiðslu félagsmanna um samninginn sem var samþykktur með miklum meirihluta.
Kjörsókn tæplega 20%. Já sögðu 88,65% en nei sögðu 9,19%. 2,16% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 947 manns.
Samningurinn inniheldur talsverðar kjarabætur og eru félagsmenn okkar hvattir til að kynna sér samninginn, en kynningarmyndband um samninginn má nálgast hér.