Translate to

Fréttir

Kjarasamningur við ríkið undirritaður - helstu atriði

Vegagerðarmann í vanda á ströndum.  Mynd strandaspjall Vegagerðarmann í vanda á ströndum. Mynd strandaspjall
Samninganefnd SGS og ríkisins náðu loksins samkomulagi sem var undirritað á áttunda tímanum þann 4. júlí. Frá þessu er greint á heimasíðu SGS en þar má einnig finna helstu áhersluþætti samkomulagsins og framkvæmdaáætlun

  • Gildistími samnings er 1. júlí 2009 - 30. nóvember 2010 með fyrirvara  um endurskoðun fyrir 31. október 2009.
  • Ný launatafla tekur gildi frá 1. júlí 2009.
  • Launahækkun frá 1. júlí 2009
  • 137.656 - 179.999 kr. ...................................6.750 kr.
  • 180.000 - 184.999 kr. ...................................5.800 kr.
  • 185.000 - 189.999 kr. .................................. 4.800 kr.
  • 190.000 - 194.999 kr. ...................................3.900 kr.
  • 195.000 - 199.999 kr. ...................................2.900 kr.
  • 200.000 - 204.999 kr. ...................................1.900 kr.
  • 205.000 - 209.999 kr. .................................. 1.000 kr.
  • Launahækkun 1. nóvember 2009
  • 144.406 - 179.999 kr. ...................................6.750 kr.
  • 180.000 - 184.999 kr. ...................................5.800 kr.
  • 185.000 - 189.999 kr. .................................. 4.800 kr.
  • 190.000 - 194.999 kr. ...................................3.900 kr.
  • 195.000 - 199.999 kr. ...................................2.900 kr.
  • 200.000 - 204.999 kr. ...................................1.900 kr.
  • 205.000 - 209.999 kr. .................................. 1.000 kr.
  • Launahækkun 1. júní 2010
  • 151.156 - 284.999 kr. ...................................6.500 kr.
  • 285.000 - 289.999 kr. ...................................5.500 kr.
  • 290.000 - 294.999 kr. ...................................4.500 kr.
  • 295.000 - 299.999 kr. ...................................3.500 kr.
  • 300.000 - 304.999 kr. .................................. 2.500 kr.
  • 305.000 - 309.999 kr. .................................. 1.500 kr.
  • Starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu og ræstingu samkvæmt fermetragjaldi hækka, og mun sama hlutfalls hækkun gilda fyrir ákvæði í kjarasamningi Verk Vest.
  • Lágmarkslaun fyrir fullt starf skulu vera kr. 157.000.- frá 1. júlí 2009 og kr. 165.000.- frá 1. júní 2010 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sömu stofnun.
  • Orlofsuppbót árið 2010 verður kr. 25.800.- hafi starfmenn hærri orlofsuppbót þá halda þeir henni.
  • Persónuuppbót í desember 2009 verður kr. 45.600.- og í desember 2010 kr. 46.800.-
  • Fatapeningar og reiknitala kaupauka Vegagerðarinnar hækka um 0,7% þann 1. júlí nk., 0,6% 1. nóvember nk. og 1,5% 1. júní 2010.
  • Sáttanefnd skal skipuð sem tekur til umfjöllunar mál er varða stefnumarkandi túlkanir og álitaefni er varða framkvæmd og þróun samningsins.
  • Komið verður á samstarfi á sviði mannauðsmála.
  • Unnið verður að samræmingu á texta kjarasamninga.
  • Unnið verður að málefnum vaktavinnufólks á samningstímabilinu.
  • Lokið verður endurskoðun tryggingarskilmála og sameiginlegar reglur gefnar út á haustmánuðum.
  • Unnið verður að tölfræði- og upplýsingagjöf í samstarfi við Hagstofu og ráðgjafanefnd.

 

   
Deila