Translate to

Fréttir

Kjaraviðræðum frestað fram yfir áramót !

Enginn jólapakki til verkafólks frá stjórnvöldum Enginn jólapakki til verkafólks frá stjórnvöldum

Eins og kom fram í frétt á vef okkar þann 29. nóvember s.l. um nauðsyn þess að ríkisstjórnin kæmi að gerð kjarasamninga með skýr svör í skatta og velferðarmálum, þá er aðal ástæða frestunar kjaraviðræðna einmitt fyrst og fremst sú að fulltrúar ríkisstjórnarinnar eru ekki að koma með skýr svör. Eina svarið er að þeir séu tilbúnir að funda um áherslur okkar eftir áramót, sem er algjörlega óásættanlegt. Með beinni aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjaraviðræðum nú, hefði væntanlega verið hægt að ganga frá gerð kjarasamninga á þeim nótum að sem mestur efnahagslegur stöðugleiki næðist.


Með kröftugri inngjöf ríksstjórnarinnar í skatta og velferðarmálum lág- og millitekjufólks, væri þeim hópi gert kleift að komast út úr þeim fátækragildrum sem þar eru til staðar.

Fulltrúar launþega og SA verða einfaldlega að vita hverju megi búast við frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar í velferðar og skattamálum, þannig að hægt sé að ganga frá stærstu málum kjaraviðrænanna sem eru launaliðirnir. Þetta eru vissulega mikil vonbrigði og ekki sú jólakveðja sem launþegar, sem sannarlega hafa þurft að bera uppi stöðuleika í íslensku efnahagslífi, voru að vonast eftir.

Deila