Translate to

Fréttir

Kjaraviðræður í Þörungaverksmiðjunni sigla í strand

Þörungaverksmiðjan stendur á Karlsey við Reykhóla Þörungaverksmiðjan stendur á Karlsey við Reykhóla
Kjaraviðræður vegna endurnýjunar kjarasamnings starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum hafa siglt í strand og verið vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður milli aðila hafa staði með hléum frá því í október 2010 án teljanlegs árangurs, þrátt fyrir að sátt hafi náðst í lok janúar á þessu ári um að fylgja þeim línum sem kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ lögðu og voru undirritaðir þann 5. maí sl. Í ljósi þessa gekk samningstilboð starfsmanna í megin dráttum út á að grunnhækkun taxta yrði sem svarar 0.9% hærri en hækkun lágmarkstekjutryggingar í almennu kjarasamningunum. Verður það að teljast mjög sangjarnt tilboð sérstaklega ef horft er til sambærilegra starfa eins og t.d. í mjölvinnslum og þeim hækkunum sem þar náðust. Í viðræðunum var megin áhersla lögð á að tryggja betur laun þeirra tekjulægri í verksmiðjunni og horfa þannig til samræmdu launastefnu Samtaka atvinnulífsins. Á fundi aðila þann 12. maí sl. var ljóst á svörum fulltrúa Þörungaverksmiðjunnar að öllum tilboðum starfsmanna væri hafnað þrátt fyrir að þau væru í samræmi við þann samning sem hafði verið skrifað undir þann 5. maí á almennum markaði.

Á starfsmannafundi sem haldinn var í Þörungaverksmiðjunni í gær var samþykkt að vísa deilunni með fomlegum hætti til ríkisáttasemjara þar sem ljóst var að fullreynt væri að ná sáttum um endurnýjun samningsins við fulltrúa verksmiðjunnar. Fannst starfsmönnum þetta heldur dapurleg niðurstaða vegna þess að fyrirtækið hefur farið í umtalsverða uppbyggingu og fjárfestingar  í fyrirtækinu undanfarin misseri. Gott dæmi um það er nýtt skip verksmiðjunnar sem kom að bryggju á Reykhólahöfn í gær. Því skýtur það skökku við að meðan eigendur hafa lagt fjármuni í endurnýjun tækja og búnaðar þá er ekki hægt að greiða sómasamleg laun, en á sama tíma er fyrirtækið að skila eigendum þess ágætum hagnaði.
Deila