Translate to

Fréttir

Kjaraviðræður í gang að nýju - ASÍ ályktar um stöðuna

Samninganefndir ASÍ og SA komu saman til fundar í morgun til að fara yfir stöðu mála, en algjör pattstaða hefur verið í samningamálum aðila í rúmar tvær vikur. Ýmis sérmál einstakra sambanda innan ASÍ hafa þó verið unnin á þessu tíma þó ekkert hafi verið rætt um launaliði kjarasamninga. Á fundinum í morgun var ákveðið að þrengri hópur samningsaðila myndi halda viðræðum áfram til að sjá hvort grundvöllur væri til frekari viðræna án þess að til átaka þurfi að koma. Rétt er að benda á að miðstjórn ASÍ lýsti yfir fullum skilningi á stöðu bræðslumanna í ályktun sem send var frá miðstjórn í gær. Í ályktuninni kemur einnig fram að miðstjórn ASÍ hvetji önnur félög og félagsmenn þeirra til þess að standa vörð um rétt þessara félaga okkar til þess að beita verkfallsvopninu og ganga ekki í störf þeirra. Alþýðusambandið mun einnig beita tengslum sínum við systursamtök okkar í Færeyjum, Skotlandi og Noregi til þess að koma í veg fyrir löndun þar.  
Ályktun ASÍ um kjaradeilu í fiskimjölsversmiðjum.
Ályktun ASÍ um stöðu kjaramála.
Deila