Translate to

Fréttir

Kjaraviðræður við sveitafélögin í hnút

Signý Jóhannesdóttir fer fyrir samninganefnd SGS Signý Jóhannesdóttir fer fyrir samninganefnd SGS

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Flóafélaganna sleit á sjöunda tímanum í kvöld viðræðum sínum við Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningar hafa verið lausir frá 1.desember 2010 og hafa viðræður um nýjan kjarasamning staðið yfir með hléum frá áramótum. Deilur standa milli aðila um launatöflu sem sveitarfélögin hafa boðið og leggja ofuráherslu á að ná fram.  Fjölmennasti hópur starfsmanna innan  SGS- félaganna sem starfar hjá sveitarféögunum  starfa í leik- og grunnskólum. Nýja launataflan væri að færa þessum hópum starfsmanna kr. 20.158 á sama samningstíma  og launafólk á almennum markaði  væri að fá kr. 34.000 (31. jan.  2014). Sveitarfélögin leggja áherslu á að semja til loka september 2014 og þá væru þessir starfsmenn búnir  að fá tæpar 27 þúsund kr. í hækkun. Þá vantar um 84 þúsund krónur á  ársgrundvelli upp  á laun þessara starfsmanna,  miðað við þær launahækkanir sem almennt hefur verið samið um í samfélaginu.

Samninganefndir  SGS og Flóans hafa algjörlega hafnað þessari framsetningu og gera þá kröfu að Samband íslenskra sveitarfélaga fari sömu leið og Reykjavíkurborg hefur gert gagnvart sínum viðsemjendum. Ef það gengur ekki eftir má gera ráð fyrir að harka fari að færast í kjaradeiluna við sveitafélögin.

Deila