Translate to

Fréttir

Könnun hjá félagsliðum

Félag íslenskra félagsliða leitar til þeirra sem hafa lokið námi félagsliða og hefur óskað liðsinnis Verk Vest til að koma á framfæri könnun um fjölda þeirra sem hafa lokið námi með útskrift.

Eftirfarandi er hvatning frá formanni FÍF, Sigurbjörgu Söru Róbertsdóttur.

Kæri félagsliði,

Félag Íslenskra félagsliða er að gera könnun. Nú þurfum við að fá að vita hvað margir útskrifaðir félagsliðar eru á landinu og hvað margir eru starfandi í faginu.

Einnig viljum við í félaginu senda út fréttabréf á rafrænan hátt til allra félgasliða á Íslandi.

Með þinni hjálp með að fylla út formið í tenglinum hér fyrir neðan, hjálpar þú okkur gríðarlega mikið.

Við biðjum þig að smella á þennan tengil og svara könnuninni.

Baráttukveðjur,

F.h. Félags íslenskra félagsliða

Sigurbjör Sara Róbertsdóttir, formaður FÍF

 

Deila