Kosningu um ríkissamning lýkur í dag
Verk Vest hvetur þá félaga sína sem vinna hjá Ríkisstofnunum sem ekki haf kosið um nýgerðan kjarasamning að taka þátt og kjósa. Kosningu lýkur á miðnætti í dag. Eingöngu 22,7% hafa tekið þátt í kosningunni sem er mjög slæmt, sérstaklega í ljósi þess að hér er um mjög góðan kjarasamning að ræða.
Ef einhverjir félagsmenn telja sig ekki hafa fengið kjörgögn eru þeir vinsamlegast beðnir að snú sér til skrifstofu félagsins á Ísafirði og Patreksfirði og óska kæra sig inn á kjörskrá. Kosningin er rafræn og mjög einfalt er að kjósa.
Nánari upplýsingar um kosninguna má finna hér.