Translate to

Fréttir

Kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands kynnt

Sá sögulegi atburður átti sér stað á samninganefndarfundi SGS að öll verkamannafélögin á Íslandi sameinuðust í eina stóra samninganefnd. Ekki verður lengur talað um Flóabandalagið og landsbyggðina, heldur ætla öll 19 félögin að vinna sameiginlega að kröfum verkafólks á Íslandi. Samninganefnd SGS er því í forsvari fyrir hátt í 60.000 félagsmanna innan ASÍ.

Mjög mikill hugur er í félagsmönnum innan SGS og erum við í stjórn Verk Vest sérstaklega stolt af framlagi okkar fólks, en um 640 félagsmenn okkar komu að mótun kröfugerðar félagsins, eða hátt í 30% félagsmanna sem hefur aldrei áður gerst í okkar félagi.

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur birt kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Kröfugerðirnar snúa annars vegar að stjórnvöldum og hins vegar að atvinnurekendum. Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannana. Þær urðu þannig til í víðtæku, lýðræðislegu ferli í verkalýðshreyfingunni þar sem öllum félagsmönnum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif.

Kröfur á atvinnurekendur

Kröfur á stjórnvöld

Deila