Kvennafrídagurinn 24.október - ÁFRAM STELPUR !
Verkalýðsfélag Vestfirðinga beinir þeim eindregnu tilmælum til vinnuveitenda á Vestfjörðum að þeir styðji við bakið á konum á kvennafrídaginn, sem verður haldinn hátíðlegur í dag 25. október, og gefi komun tækifæri til að taka þátt í þeim fundarhöldum sem kunna að vera í dag án þess að laun þeirra verði skert. Á þessum degi fyrir 35 árum lögðu konur um land allt niður vinnu kl.14:25 og söfnuðust saman á fundum og hrópuðu: ÁFRAM STELPUR ! Kvennafrídagurinn er og verður einn mikilvægasti áfangi í baráttu kvenna á Íslandi fyrir jafnrétti. Verkalýðsfélag Vestfirðinga hvetur því allar konur til að taka þátt í kröfufundum í tilefni dagsins, en yfirskrift dagsins að þessu sinni er: Konur gegn kynferðisofbeldi. Verkalýðsfélag Vestfirðinga tekur undir með ályktun ársfundar ASÍ og fordæmir kynbundið ofbeldi á vinnustöðum sem og í samfélaginu öllu, aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld ásamt almenningi landinu eru hvött til aðerða gegn því. Félagið hvetur karla til að sýna samstöðu og klæðast einhverju rauðu til stuðnings málstaðar kvenna.