Til að taka af allan vafa vegna kynningarefnis sem var sent út með kjörgögnum vegna nýja kjarasamningsins, þá eru þetta eingöngu
DÆMI. Ekki er verið að taka upp fastann
BÓNUS og það er
EKKI verið að breyta aldursröðun vegna taxta fiskvinnslufólks heldur er
3 ára taxtinn tekinn sem
DÆMI. Fiskvinnslufólk heldur þeim
TAXTA og starfsaldursröðun sem það hefur í dag.
Kr 18.000,- koma ofan á taxtann frá
1.feb.2008 verði samningurinn samþykktur.