Translate to

Fréttir

Kynningarfundur um Grunnnám byggingarliða

Fimmtudaginn 25. nóv. kl. 20:00 verður haldinn í Fræðslumiðstöð Vestfjarða kynningarfundur vegna námskeiðsins Byggingarliðar - Grunnnám sem áætlað er að halda ef þátttaka fæst.


Í frétt á vef Fræðslumiðstöðvarinnar segir:

"Grunnnám byggingarliða er 45 kennslustunda námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Hverjum ætlað

Þeim sem eru fullra 20 ára og hafa starfað í a.m.k. 6 mánuði hjá fyrirtækjum sem annast gatna- og jarðvinnu, sem framleiða og selja varning vegna gatnagerðar, húsbygginga- og mannvirkjagerðar eða hjá byggingafyrirtækjum.

Mat til styttingar á námi við framhaldsskóla

Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta Grunnnám byggingarliða til styttingar á námi í framhaldsskóla til allt að 3 einingum. Meta má námið á móti allt að 3 einingum í vali, 3 einingum á kjörsviði og/eða til almennra greina eftir styrkleika viðkomandi einstaklings. Í námsskránni er fjallað um skipulagsteikningar, mælitækni, framleiðslukostnað, jarðvegsfyllingar og burðarefni, verkáætlanir, flutningatækni, gæðastjórnun, samskipti, rekstrarumhverfi fyrirtækja, réttindi og skyldur og öryggismál."

Þetta er kjörið tækifæri fyrir starfsmenn og fyrirtæki í gatnagerð, byggingum og mannvirkjagerð. Starfsmenn fá tækifæri til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og fyrirtækin fá tækifæri til að efla starfsmenn sína. Starfsmenntasjóðir sem Verk-Vest á aðild að styrkja félagsmenn að sjálfsögðu til námsins eftir réttindum hvers og eins. Fullur styrkur er 75% af námskeiðskostnaði.
Verk-Vest hvetur starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækja í bygginga- og mannvirkjagerð til að mæta á fundinn.

Nánar um námið hér.

Deila