Translate to

Fréttir

Kynningarfundur um raunfærnimat í Fræðslumiðstöðinni

Frá kynningarfundi um Grunnnám byggingaliða hjá Fræðslumiðstöðinni í janúar s.l. Frá kynningarfundi um Grunnnám byggingaliða hjá Fræðslumiðstöðinni í janúar s.l.

Fimmtudaginn 18. ágúst kl. 20 verður haldinn kynningarfundur um raunfærnimat hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Raunfærnimat gengur út á að meta raunverulega þekkingu og færni sem fólk hefur aflað sér í störfum sínum, án þess að hafa að baki þá menntun sem fæst í skólum.

Í auglýsingu á vef Fræðslumiðstöðvarinnar segir:
" Í raunfærnimati er gengið út frá þeirri grundavallarsýn að meira máli skipti hvaða þekkingu og færni fólk búi yfir, heldur en hvernig þess hafi verið aflað. Þess vegna er færni sem fólk hefur aflað sér úti á vinnumarkaðinum metin á móti námi í skóla. Það á bæði við fólk sem starfar í iðngreinum án þess að hafa lokið sveinsprófi og við ýmis önnur störf. Í raunfærnimati í iðngreinum er þekking og færni sem fólk hefur aflað sér úti á vinnumarkaðinum metin á móti áföngum í iðnnámi. Í nokkrum störfum, sem ekki eru löggiltar iðngreinar, hefur einnig verið þróað raunfærnimat.

Raunfærnimatið hefur verið þróað af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í samvinnu við menntasetur iðngreina, þ.e. Iðuna - fræðslusetur og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins. Þessar stofnanir bera jafnframt faglega ábyrgð á matinu.

Í greinum sem ekki eru löggiltar iðngreinar hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þróað raunfærnimat með viðkomandi fyrirtækjum eða ábyrgðaraðilum."


Kennari verður Björn E. Hafberg, náms- og starfsráðgjafi.
Hægt er að skrá sig á vef Fræðslumiðstöðvarinnar, en ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.
Við hvetjum félagsmenn til að sitja fundinn og kynna sér málið. Oftast kann fólk miklu meira en það gerir sér grein fyrir í fljótu bragði þó það hafi haft stutta viðdvöl í menntakerfinu.

Deila