Algjört frost í kjaraviðræðum sjómanna. mynd. jullinn.is
Algjört frost í kjaraviðræðum sjómanna. mynd. jullinn.is
Stjórn LÍÚ ákvað í framhaldi af árangurslausum samningafundi útvegsmanna og fulltrúa sjómanna þann 18. maí sl. að vísa viðræðunum til ríkissáttasemjara. Lítill árangur hefur orðið í viðræðum deiluaðila og er það mat LÍÚ og Samtaka atvinnulífsins að vonlítið sé um að frekari árangur náist án aðkomu ríkissáttasemjara. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá 1. janúar 2011 og hafa aðilar átt árangurslitlar viðræður frá þeim tíma. Rétt er að geta þess að gert var samkomulag milli aðila í tvígang  um að sjómenn fengju sömu hækkanir á fastakaup og launaliði og samið var um í almennu kjarasamningum ASÍ og SA.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.