Translate to

Fréttir

LÍÚ vill vísa kjaraviðræðum sjómanna til sáttasemjara

Formaður sjómannadeildar Verk Vest og fomaður sjómannafélags Eyjafjarðar Formaður sjómannadeildar Verk Vest og fomaður sjómannafélags Eyjafjarðar
LÍÚ tilkynnti Verk Vest síðdegis í gær að viðræðum aðilar um kaup og kjör sjómanna  yrði vísað til sáttasemjara. Samningar Verk Vest við LÍÚ hafa verið lausir frá því í janúar 2011 en á þeim tíma sem er liðinn hafa hafa kaupatryggingarákvæði og launaliðir samningsins fengið sambærilegar hækkanir og í almennu samningum Verk Vest við Samtök Atvinnulífsins. Megin ástæða þess að LÍÚ ákveður að deilunni verði vísað til Ríkissáttasemjara er að miklar kostnaðarhækkanir hafa orðið hjá útgerðinni ásamt því að miklar álögur hins opinbera hafa orðið á útgerðina. Nokkuð ljóst er að óvissa um framtíð greinarinnar sem útgerðarmenn telja að hafi skapast með framkomnun fiskveiðifrumvörpum ríkisstjórnarinnar spila einnig inn í þessa ákvörðun. Aðildarfélög sjómanna telja að afnám sjómannaafsláttarins ásamt fiskveiðifrumvörpunum nái þau fram að gang muni vega einna þyngst í viðræðunum sem eru framundan. Boðaður hefur verið fundur með samningsaðilum föstudaginn 18. maí og þá kemur í ljós hvort ástæða verði til frekari viðræðna eða deilunni vísað til ríkissáttasemjara.
Deila