Translate to

Fréttir

Landssamtök lífeyrissjóða gera athugasemdir við fjárlagafrumvarp

Landssamtök lífeyrissjóða ( LL ) hafa sent Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis athugsemdir vegna niðurfellingar framlags til jöfnunar örorkulífeyrisbyrði. Jafnframt skora LL eindregið á nefndina að beita sér fyrir því að að fallið verði frá áformum um breytingu á framlagi til jöfnunar örorkubyrði. Í athugasemdunum LL er rakið hvernig örorkuframlagið er tilkomið og að það hafi verið hugsað sem framlag til jöfnunar örorkubyrði hjá sjóðunum til frambúðar. Bent var á hversu misjanflega örorkubyrði leggðist á sjóðina og gæti örorkubyrði numið frá 6% - 43% af lífeyrisgreiðslum sjóðanna á þeim tíma. Framlagið var liður í almennu kjarasamningunum 2005 og eitt af grunnskilyrðum svo þeir samningar yrðu samþykktir án átaka.

Ljóst má vera að verði frumvarpið að veruleika munu sjóðir með þunga örorkubyrgði þurfa að skerða ellilífeyri um nokkur prósent á næstu 5 árum. Hefur verið bent á í því samhengi að hjá sumum sjóðum gæti slíkt þýtt allt að 4,5% skerðingu á lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga. Segir í athugasemdunum frá LL ..."Hér er á ferðinni stefna sem klárlega er í andstöðu við þá stefnu að nálgast eitt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn".

Í athugasemdum LL kemur einnig fram hörð gagnrýni á þau áfrom að fella niður hlut ríkisins í fjármögnun til starfsendurhæfingasjóða á árinu 2015. Rétt er að halda til haga að ríkið hefur ekki lagt fjármuni til starfsendurhæfingasjóða árin 2013 og 2014 eins og lofað var. Til upprifjunar skal á það bent að við kjarasamningsgerð árið 2008 var samið um að þróa nýtt fyrirkomulag við starfsendurhæfingu. Þar var gert ráð fyrir að ríkissjóður legði sömu fjárhæð til endurhæfingarjóða frá og með árinu 2009, enda drægi starfsendurhæfing úr örorkugleiðslum úr almannatryggingarkerfinu. VIRK starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður 19. maí 2008.

Rétt er að minna á að í kjarasamningum 2011 voru aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sammála um mikilvægi þess að byggja upp markvissa starfsendurhæfingu. Var gerð sátt um að kostnaðnum skyldi skipt upp í þrjá jafna hluta. 

Árið 2011 var lögum um skyldutryggingu lífeyrissjóða og starfsemi þeirra breytt á þann veg að við þau var bætt ákvæði til bráðabyrða um skyldu lífeyrissjóða að greiða til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs vegna sjóðsfélaga og ætti framlagið að vera 0,13% af samanlögðu iðgjaldastofni sjóðanna. Breytingin byggði á loforðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga 2011 að lögfesta skyldu launagreiðenda til greiðslu 0,13% iðgjalds eins og hjá lífeyrissjóðunum, einnig að framlag ríkisins skyldi vera það sama eða 0,13% frá og með 1. júlí 2013. Lífeyrissjóðir og atvinnurekendur hafa staðið skil á iðgjöldum samkvæmt breytingunum en ekki ríkissjóður og samkvæmt fjárlagafrumvarpinu stendur ekki til að framlagið verði greitt.

Í dag stendur VIRK starfsendurhæfingasjóður ágætlega og er ekki skuldsettur. Sjóðurinn á fyrir áætluðum útgjöldum samkvæmd núverandi samningum. Góð staða sjóðsins í dag réttlætir engan veginn að ríkisvaldið ætli að láta lífeyrissjóði koma að fjármögnun starfsendurhæfingasjóða enda fellur slík ekki undir hlutverk lífeyrissjóða. Á sama tíma leggur ríkisstjónin til í fjárlagafrumvarpi að framlag til jöfnunar örorkubyrði verði fellt niður á næstu 5 árum.

Deila