Translate to

Fréttir

Laun á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin

Það er athyglisvert að skoða launamun á Norðurlöndunum eftir einstaka starfsstéttum að teknu tilliti til skattkerfis áhrifa og verðlags. Á meðfylgjandi mynd má sjá muninn á dagvinnulaunum á Íslandi og að meðaltali á hinum Norðurlöndunum eftir að tekið hefur verið tillit til bæði verðlags og skatta.

Það er áberandi að munurinn á dagvinnulaunum á Íslandi og hinum Norðurlöndunum er mun minni meðal tekjuhærri hópanna en hjá tekjulægri hópunum. Þannig eru og dagvinnulaun stjórnenda á Íslandi í raun 5% hærri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Hluta af þessum mun má skýra með minni tekjujöfnunaráhrifum íslenska skattkerfisins, þar sem hátekjur hér á landi eru skattlagðar mun minna en á hinum Norðurlöndunum og því verður hlutfallslega meira eftir í buddu hátekjuhópa hér á landi.

Ef litið er á dagvinnulaun sérfræðinga eru þau um 3-5% lægri hér á landi en í  hinum löndunum, hæst eru laun sérfræðinga í Noregi en lægst í Svíþjóð. 

Mestur munur á dagvinnulaunum er hins vegar gagnvart verkafólki og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki.  Hér á landi eru dagvinnulaun verkafólks allt að 30% lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum.

Þá er einnig áberandi á myndinni að meiri munur er á launum kvenna en karla í öllum starfsstéttum. Það bendir til þess að óleiðréttur launamunur kynjanna sé meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.

Nánar á heimasíðu ASÍ.

Deila