Translate to

Fréttir

Laun og starfshlutfall rúmlega þriðjungs launafóks skertur

Tæplega fjórði hver telur að hann geti misst vinnuna Tæplega fjórði hver telur að hann geti misst vinnuna
Í skoðunarkönnun sem Capacent Gallup vann fyrir ASÍ kemur fram að laun 35% þeirra sem eru í launaðri vinnu hafa lent í því að starfshlutfall eða laun hafa verið skert. Flestir af þeim sem hafa orðið fyrir skerðingu eða 18% hafa lent í launalækkun, þá hefur vinnutími hjá 9% svarenda verið skertur og 8% hafa orðið fyrir annarskonar skerðingu.  Þetta er gríðarleg aukning frá því í desember 2008, en þá höfðu um 21% launafólks orðið fyrir skeðingu launa. Lang stærstur hluti þeirra sem hafa orðið fyrir skerðingu í formi lækkunar launa eða styttri vinnutíma eru iðnaðarmenn eða 40%. Það skýrir einnig að mun fleiri karlar en konur hafa orðið fyrir skerðingu. Þá kemur einnig fram að launamenn með yfir 550 þúsund hafa frekar fengið á sig skerðingu en þeir sem lægri hafa launin.

Nokkuð meiri bjartsýni gætir varðandi atvinnuöryggi en kom fram í sambærilegri könnun frá október og desember 2008, en í október töldu 69% svarenda sig vera í öruggri vinnu, í dag telja um 77% sig vera í öruggri vinnu. Þróunin virðist því vera sú þrátt fyrir mikið óvissuástand þá séu sífellt fleiri sem telji sig vera í öruggri vinnu. En ekki má gleyma því að sú staðreynd blasir við að tæplega fjórði hver launamaður telur raunhæfar líkur á því að hann muni missa vinnuna á næstu misserum. Nákvæmari niðurbrot á skerðingu má finna hér og atvinnumissi hér.
Deila